Nýjast á Local Suðurnes

Samband íslenskra sveitarfélaga aðstoðar í flóttamannamálum

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað á tveggja daga stjórnarfundi sem lauk í gær að bjóða þeim sveitarfélögum aðstoð sem hafa boðist til, eða ætla að bjóðast til, að taka á móti flóttamönnum, það er RÚV sem greindi frá þessu um helgina.

Aðstoðin verður í formi upplýsinga- og samræmingarvinnu sem fram fer á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það ætti að létta vinnuna og flýta fyrir í mörgum tilvikum,” segir Halldór Halldórsson, formaður sambandsins. Hann segir að starfsmenn sambandsins ætli að taka saman yfirlit um hvernig móttöku flóttamanna sé háttað annars staðar á Norðurlöndum.

Jafnframt ætlar Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir því að samningar sem ríkið geri við sveitarfélög um móttöku flóttamanna verði til lengri tíma en eins árs. Halldór vísar til þess að á Norðurlöndum semji ríkið og sveitarfélög til nokkurra ára um móttöku flóttamanna. Að auki verði skoðað hvernig tvö eða fleiri sveitarfélög geti staðið í sameiningu að mótttöku á hópi flóttamanna.