Nýjast á Local Suðurnes

Um 200 iðkendur Kkd. Njarðvíkur gerðu sér glaðan dag – Myndir & myndband!

Tæplega tvö hundruð iðkendur á vegum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur gerðu sér glaðan dag í dag og skelltu sér í kvikmyndahús. Krakkarnir 200 horfðu á eina vinsælustu 3D teiknimynd ársins, Coco.

Það var mikið fjör í Sambíóunum og meðal annars skellt í fagnaðarlæti eins og þau gerast best í Ljónagryfjunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum.