Nýjast á Local Suðurnes

Metnaðarfull sýning í tilefni af fertugsafmæli Harry Potter

Sýningin „Galdraheimur bókmenntanna“ hefur verið opnuð í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar í tilefni af fertugsafmæli Harry Potter.

Harry Potter varð fertugur 31. júlí og í tilefni þess hefur verið settur upp galdraheimur bókmenntanna í Bókasafninu þar sem hægt er að skoða ýmsar galdraverur eins og drauga og húsálfa. Á sýningunni er stórt safn muna auk bóka sem tengjast galdraheiminum. Boðið er upp á sjálfspróf þar sem allir geta fundið út hvaða heimavist þeir tilheyra.

Bæjarbúar eru hvattir til að heilsa upp á myrka herrann Voldemort, Dumbledore skólameistara og fleiri volduga galdramenn ásamt því að taka myndir fyrir framan Hogwarts skólann. Sýningin er sett upp af starfsfólki bókasafnsins auk sumarstarfsmanna.