Nýjast á Local Suðurnes

Skorar á bæjaryfirvöld að kaupa sýndarmiða

Kristín Örlygsdóttir, fyrrverandi formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, biðlar til bæjaryfirvalda að kaupa svokallaða sýndarmiða á leiki Njarðvíkur í úrslitakeppninni í körfubolta. Kristín segir í færslu á Facebook að um sanngirnismál sé að ræða, þar sem heimavöllur Njarðvíkur taki mun færri áhorfendur en nágrananna í Keflavík.

Þá segir Kristín að gert hafi verið ráð fyrir að Njarðvík myndi klára tímabilið í nýju íþróttahúsi Stapaskóla, sem tekur fullklárað mun fleiri áhorfendur en Ljónagryfjan og gefur þar af leiðandi mun meiri tekjur.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, svarar Kristínu í umræðum við þráðinn, sem finna má hér fyrir neðan, á þá leið að ekki sé fjárheimild fyrir slíkum gjörningi og að áður hafi svipað erindi borist bæjarráði en verið hafnað.