Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Magnús þjálfar kvennalið Keflavíkur næstu tvö árin

Gunnar Magnús Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistarflokks kvenna til næstu tveggja ára.  Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Gunnar Magnús er Keflvíkingur í húð og hár og fyrrverandi leikmaður félagsins.  Hann hefur lengi starfað við þjálfun yngri flokka hjá Keflavík.  Þá þjálfaði Gunnar meistaraflokk kvenna hjá Grindavík um árabil og lið Njarðvíkur á árunum 2011-2013.

Á myndinni með fréttinni handsala þeir samninginn, Gunnar Magnús og Þorsteinn Magnússon formaður Knattspyrnudeildar.