Nýjast á Local Suðurnes

Grímuskylda í strætó

Frá og með deginum í dag, 5. október, þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. skyldan á þó ekki við um börn fædd 2005 og seinna. Þetta á við um leiðir R1, R2, R3 og leið 88, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Bus4u, sem sér um rekstur strætó í Reykjanesbæ.

Þeim viðskiptavinum sem ekki bera andlitsgrímur er óheimilt að nýta sér almenningssamgöngur. Viðskiptavinir munu þurfa að útvega sér eigin andlitsgrímur og skulu þær hylja nef og munn.

Tilkynning! Grímuskylda strætó R1 R2 R3 og leið 88 Í ljósi þess að hertar aðgergerðir hafa verið settar þá verðum við…

Posted by Bus4u Iceland on Monday, 5 October 2020