Nýjast á Local Suðurnes

Vilja setja upp myndavélakerfi á Grindavíkurvegi – Gæti fækkað slysum stórlega

Ef áætlanir Vegagerðarinnar ganga eftir munu mynda­vél­ar sem mæla meðal­hraða öku­tækja verða teknar í notkun á Grindavíkurvegi á næsta ári. Vélarnar, sem staðsettar verða á sex til sjö kíló­metra kafla á veginum eru taldar munu fækk­a slys­um stór­lega, að því er fram kem­ur fram í skýrslu frá verk­fræðistof­unni Mann­vit, sem unn­in var í sam­starfi við um­ferðardeild Vega­gerðar­inn­ar.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að hugs­an­lega hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir um 14 al­var­leg slys og sex bana­slys í um­ferðinni hér á landi, ef sjálf­virku meðal­hraðaeft­ir­liti hefði verið beitt á ákveðnum veg­köfl­um. Norsk rann­sókn sýn­ir með óyggj­andi hætti að al­var­leg­um slys­um fækkaði meira á svæðum þar sem meðal­hraðaeft­ir­liti var beitt, en á svæðum þar sem not­ast var við punkta­hraðaeft­ir­lit eins og notast hefur verið við hér á landi undanfarin 10 ár.