Nýjast á Local Suðurnes

Fá styrki til að bæta aðstöðu í Sólbrekkuskógi og við Brimketil

Skógræktarfélag Íslands hlýtur tæplega fimm milljóna króna styrk til undirbúnings- og hönnunarvinnu á eldaskála með samtengdri salernisaðstöðu og útikennsluaðstöðu í Opnum skógi í Sólbrekkuskógi úr Framkvæmdasjóði ferðamála og Reykjanesjarðvangur fær rúmlega fjórar milljónir króna í styrk til að bæta núverandi útsýnispall við Brimketil á Reykjanesi.

Eldaskálinn í Sólbrekkuskógi verður með borðum, bekkjum og eldstæði. Notaður verður íslenskur efniviður.
Markmiðið er að auka gildi svæðisins til náttúruupplifunar, útiveru og útikennslu. Unnið verður út frá verðlaunatillögu Arkís.Verkefnið, sem snýr að hönnun á aðstöðu fyrir ferðamenn til útivistar rímar vel
við áherslur sjóðsins varðandi innviðauppbyggingu og náttúruvernd, segir í umsögn.

Verkefnið við Brimketil snýst um að bæta aðgengi og öryggi á vinsælum ferðamannastað, þar sem
varasamar aðstæður geta skapast.

Þá mun Reykjanesbær fá 41 milljón króna á næstu tveimur árum í endurbætur á göngustígakerfi við Brúnna milli heimsálfa.