Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík tapaði gegn Snæfelli eftir tvíframlengdan leik

Grindavík tapaði gegn Snæfelli eftir tvíframlengdan leik í kvöld, 110-105, á heimavelli þeirra síðarnefndu. Eftir tapið í kvöld eru Grindvíkingar í 9. sæti deildarinnar með 12 stig.

Það voru Snæfellingar sem byrjuðu mun betur og leiddu í hálfleik, 50-38. Þriðji leikhluti var Grindvíkinga frá A-Ö og komust þeir inn í leikinn á ný og náðu að minnka muninn í tvö stig, 70-68.

Grindavík náði að tryggja sér fyrri framlenginuna þegar lítið var eftir af fjórða leikhluta og þeir endurtóku svo leikinn í lok hennar. Síðari framlengingin var jöfn og spennandi og fengu Grindvíkingar tækifæri til að komast yfir þegar sjö sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Ingva Guðmundssonar geigaði og Snæfellingar sigruðu 110-105.

Garcia skoraði 30 stig fyrir Grindvíkinga og Jón Axel var með 22.

Tölfræði leiksins er að finna hér.