Nýjast á Local Suðurnes

Eldsneyti einna dýrast á Suðurnesjum – Svona spararðu tæpar 40 krónur á líter

Bensínstöðvar Atlantsolíu við Stapabraut og allar stöðvar N1 á Suðurnesjum selja eldsneyti dýrar en flestir aðrir á landinu, en á þeim stöðvum kostar líterinn af bensíni nú 224,90 krónur líterinn og diesel líterinn er seldur á 218,40 krónur. Ódýrasta bensínið á Suðurnesjamarkaði er selt á sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar við Fitjar, en þar kostar líterinn af bensíni 218,80 krónur og af diesel 212,80 kr.

Á höfuðborgarsvæðinu er ódýrasti líterinn af bensíni á hefðbundnum bensínstöðvum kominn undir 200 krónurnar, þannig má fá líterinn af bensíni á tæpar 197 krónur á nokkrum stöðvum Atlantsolíu, Orkunnar og ÓB.

Suðurnesjafólk getur þó sparað sér hátt í 40 krónur á líterinn með því að gera sér ferð á bensínstöð Costco í Garðabæ, en þar má fá líterinn á rétt tæplega 181 krónu, þegar þetta er ritað. Fylgjast má með verðbreytingum á eldsneyti nánast í rauntíma hér.