Nýjast á Local Suðurnes

Skólaárið að hefjast – Innkaupalistar aðgengilegir á heimasíðum skólanna

Skólaárið 2015-2016 hefst í grunnskólum á Suðurnesjum í næstu viku og yngsta kynslóðin ætti að fara að verða spennt að takast á við veturinn.

Eitt af fyrstu verkefnunum vetrarins felst í að finna til þau gögn og verkfæri sem nemendur þarfnast til að geta notið námsins. Innkaupalistar ættu nú flest allir að vera orðnir aðgengilegir á heimasíðum grunnskólanna.