Nýjast á Local Suðurnes

Guirado skoraði sigurmark Grindavíkur gegn BÍ

Angel Guirado sem skrifaði á dögunum undir samning við Grindavík, skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið á gærkvöldi þegar liðið tók á móti BÍ/Bolungarvík á Grindavíkurvelli.

Þrátt fyrir að leikurinn færi fram við vægast sagt leiðinlegar aðstæður í Grindavík í gær, en mikill vindur og úrhellis rigning var á meðan á leiknum stóð, mættu hátt í 100 manns á völlinn, sem verður að teljast nokkuð gott miðað við aðstæður og þá staðreynd að hvorugt liðið hefur að miklu að keppa, BÍ fallið og Grindavík um miðja deild án möguleika á að komast upp.

Fátt markvert gerðist í leiknum fyrir utan markið sem Guirado skoraði þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Markið reyndist það eina sem skorað var og höfðu Grindvíkingar því sigur 1-0.