Nýjast á Local Suðurnes

Sigur hjá Þrótti á Akranesi

Kristinn Aron Hjartarson tryggði Þrótturum stigin þrjú, með marki tíu mínútum fyrir leikslok, þegar liðið sótti Knattspyrnufélagið Kára heim, á Akranes í gærkvöldi.

Þróttarar lentu tvisvar undir í leiknum, í annað skiptið með því að setja knöttinn í eigið mark, en þeir Tómas Ingi Urbancic og Jökull Þorri Sverrisson sáu um að halda Þrótturum inn í leiknum með sínu markinu hvor. Það var svo Kristinn Aron sem skoraði sigurmarkið, eins og áður segir.

Þróttarar sitja í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig þegar fimm leikir eru eftir.