Nýjast á Local Suðurnes

Þorbjörn hefur vinnslu í Grindavík

Útgerðarfélagið Þorbjörn hefur hafið vinnslu í Grindavík. Vinnsla hófst á þriðjudag við pökkun á saltfiskafurðum og frágangi til útflutnings.

Að jafnaði voru við vinnu 20-25 manns áður en bærinn var rýmdur, samkvæmt vef Fiskifrétta, sem greina frá, en 10-12 manns verða við pökkunina næstu daga.