Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar áfram í Ljónagryfjunni

Körfuknattleikslið Njarðvíkur munu hefja leik í deildarkeppni karla og kvenna í Ljónagryfjunni þegar tímabilið fer af stað í haust þar sem nýr heimavöllur liðsins, íþróttahús Stapaskóla verður ekki tilbúið á tilsettum tíma.

Njarðvíkingar munu hefja keppni í deildinni gegn Stjörnunni karlamegin og gegn Keflavík kvennamegin og því ljóst að El-classico mun verða tekin að minnsta kosti einu sinni enn í gryfju þeirra Njarðvíkinga.