Nýjast á Local Suðurnes

Öruggur sigur kom Grindavík á topp Inkasso-deildarinnar

Grindavík kom sér á topp Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu með öruggum 3-0 sigri á Leikni á heimavelli þeirra síðarnefndu í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus og þó Grindvíkingar væru sterkari aðilinn áttu Leiknismenn sín færi. Grindvíkingar byrjuðu síðari hálfleik af krafti, skoruðu tvö mörk á fimm mínútna kafla, fyrst Alexander Veigar Þórarinsson á 47. mínútu og svo Óli Baldur Bjarnason á 52. mínútu. Grindvíkingar gulltryggðu svo sigurinn þegar William Daniels skoraði þriðja mark liðsins á 77. mínútu.