Nýjast á Local Suðurnes

Snyrtilegasta hús ársins í Garði er Skólabraut 11

Umhverfisnefnd Garðs hefur valið snyrtilegasta hús ársins og varð Skólabraut 11 í Garði fyrir valinu. Eigendur hússins eru Jóna Hallsdóttir og Theodór Guðbergsson.

Brynja Kristjánsdóttir formaður Umhverfisnefndar afhenti eigendum snyrtilegasta hússins viðurkenningu, sem er steinn skreyttur af Ástu Óskarsdóttur.

Meðfylgjandi mynd er af þeim Jónu og Theodór með viðurkenninguna, ásamt þeim Brynju og Einari Friðrik hjá Umhverfis-, skipulags-og byggingarsviði Garðs.