Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík lagði Garð í Útsvari

Grindavík lagði Garð í spennandi nágrannaslag í sjónvarpsþættinum Útsvari, sem sýndur er í beinni útsendingu á RÚV. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi keppninnar frá því sem áður var, útlit í sjóvarpssal er nýtt og stjórnendur eru nýir, en Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm hafa tekið við stjórn þáttarins af þeim Þóru Arnórsdóttur og Sigmari Guðmundssyni.

Lokatölur urðu 78-67, fyrir Grindvíkingum, en segja má að spurning um tertur og þekking eins keppenda Grindavíkur á þeim, hafi tryggt Grindvíkingum sigurinn, en það svar skilaði 15 stigum í hús.

Á vefsíðu Grindavíkurbæjar kemur fram að á laugardaginn hafi einn keppandi Grindavíkur, Eggert Sóberg svo þurft að mæta á fund með bæjarstjórninni í Garði og fékk þar ansi „óblíðar“ móttökur eins og sjá má á myndinni, sem fenginn er að láni af Grindavík.is.