Nýjast á Local Suðurnes

ÁÁ Verktakar múra fyrir 100 milljónir króna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Enn er verið að bjóða út stór verkefni vegna stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og í dag voru opnuð tilboð í múrverk. Suðurnesjafyrirtækið ÁÁ Verktakar buðu lægst í þennan hluta framkvæmdanna, en einungis tvö tilboð bárust, bæði undir kostnaðaráætlun verkkaupa. Frá þessu er greint á vef byggingar.is.

Tilboð ÁÁ Verktaka hljóðaði upp á 99.525.900 króna, en tilboð Hansen Verktaka upp á kr. 110.617.700. Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 106.906.200.-