Almannavarnir undirbúa stóra flugslysaæfingu

Þessa vikuna stendur yfir undirbúningur fyrir stóra flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli. Fram kemur á Facebook-síðu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að í gær hafi verið haldin skrifborðsæfing þar sem látið var reyna á þá sem verða stjórnendur á æfingunni á laugardaginn. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.