Nýjast á Local Suðurnes

Studio 16 Lounge opnar eftir breytingar – Lifandi tónlist allar helgar

Studio 16 Lounge við Hafnargötu 21 hefur verið opnaður á ný, en staðurinn hefur verið lokaður undanfarna daga vegna breytinga. Auk breytinga á innanstokksmunum verða einnig áherslubreytingar á rekstrinum, en boðið verður upp á lifandi tónlist allar helgar, auk þess sem opnunartíminn hefur verið lengdur, en nú verður opið til klukkan þrjú á næturnar um helgar.

Það verður trúbadorinn Ólafur Árni Torfason sem sér um tónlistina þessa helgina, en kappinn spilar bæði á föstudag og laugardag.

studeo1

 

studeo2

 

studeo3