Miðflokkurinn býður fram í Reykjanesbæ
Miðflokkurinn hefur hafið undirbúning fyrir sveitarsstjórnarkosningar sem fram fara í vor og mun flokkurinn meðal annars bjóoða fram í Reykjanesbæ. Stjórnir kjördæmafélaga flokksins munu hittast á flokksráðsfundi þann 10. febrúar næstkomandi þar sem farið verður yfir fyrirkomulag kosningabaráttunnar.
Þetta kom fram á opnum fundi sem Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi stóð fyrir í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Sigmundur Davið formaður Miðflokksins og Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis voru gestir fundarins.