Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á bráðamóttöku Landspítala eftir fjórhjólaslys

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Par sem var í fjórhjólaferð á Hópsnesi síðastliðinn laugardag varð fyrir því að hjól þeirra valt. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi.

Slysið varð með þeim hætti að parið var aftast í röðinni og hafði dregist aftur úr ferðafélögunum. Ökumaðurinn greip þá til þess ráðs að stytta sér leið en ók á grjót með þeim afleiðingum að hjólið valt.