Nýjast á Local Suðurnes

Stál í stál í skemmtilegum grannaslag

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Keflvíkingar halda toppsætinu í Inkasso-deildinni í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn grönnunum úr Njarðvík á heimavelli þeirra síðarnefndu. Tæplega 900 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri.

Njarðvíkingar hófu leikinn af krafti og voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu góð færi sem hefðu getað skilað marki, en Keflvíkingar björguðu á marklínu eftir að Bergþór Ingi hafði náð að komast í gegnum vörn Keflavíkurliðsins.

Keflavík var hinsvegar töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik, en fínn leikur Brynjars Atla Bragasonar í marki Njarðvíkur kom í veg fyrir að þeir nældu í stigin þrjú.