Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á að slá met í miðasölu á körfuboltaleiki sem aldrei fara fram

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur hafið söfnun á vef Karolinafund þar sem hægt er að styrkja deildina með ýmsum hætti, til dæmis með kaupum á sýndarmiðum á leiki í úrslitakeppnum kvenna- og karlaliðs félagsins, en eins og flestir vita fór sú keppni ekki fram.

Þá er hægt að kaupa boli og miða á kvöldverðarboð með Keflavíkursérfræðingunum Jonna og Sævari og Keflavíkurgoðsögn þar sem Örn Garðarsson matreiðslumeistari töfrar fram veislu eins og honum einum er lagið, segir í tilkynningu sem sjá má hér fyrir neðan.