Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær óskar eftir frekari fresti til að ljúka viðræðum við kröfuhafa

Reykjanesbær mun óska eftir frekari fresti frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, til að ljúka viðræðum við kröfuhafa. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 20. október síðastlinn og fól ráðið bæjarstjóra að óska eftir frekari fresti til að ljúka viðræðum við kröfuhafa bæjarins.

Reykjanesbær hefur um langt skeið verið í viðræðum við kröfuhafa sína um mögulega niðurfærslu skulda, en sveitarfélagið, ásamt Reykjaneshöfn, skuldar kröfuhöfum rúma 40 milljarða króna.