Nýjast á Local Suðurnes

Samstöðufundur gegn stóriðju – Safnast saman við ráðhús Reykjanesbæjar á föstudag

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íbúar í Reykjanesbæ munu standa fyrir samstöðufundi gegn stóriðju í Helguvík á föstudag. Til stendur að safnast saman við ráðhús Reykjanesbæjar klukkan 17 og aka svo í Helguvík á milli klukkan 18 og 19.

“Jæja gott fólk, er ekki komin tími á að við íbúar þessa annars ágæta bæjarfélags látum í okkur heyra hvað varðar núverandi ástand mengunarmála United Silicone og fyrirhugaðrar byggingu enn eins mengunarskrímslisins í Helguvík ?” Segir meðal annars í viðburðarauglýsingu á Facebook.

Þegar þetta er ritað hafa um 300 manns líst yfir áhuga á að mæta á fundinn, en hægt er að skrá áhuga eða þátttöku hér.