Nýjast á Local Suðurnes

Ljósaganga og náttfatapartý á Degi leikskólans – Myndir!

Degi leikskólans var fagnað um allan bæ í dag, en að þessu sinni var dagurinn tileinkaður fjölgun karla í yngri barna kennslu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið um að vera og allir skemmtu sér konunglega.

Á leikskólanum Hjallatúni á Ásbrú var opið hús og var boðið upp á vísindasmiðju og voru forelrar sérstaklega boðnir velkomnir.

Á leikskólanum Tjarnarseli hófst Dagur leikskólans aldeilis skemmtilega með náttfatadegi og mættu allir ,,beint upp úr rúmunum” með bangsana sína og vasaljós. Búnir voru til hellar inni á öllum deildum þar sem börnin fengu útrás fyrir söng- og listagyðjuna í sér. Í morgunmat var boðið upp á ristað brauð og heitt kakó.

Á leikskólanum Holti var gleðin við völd en þar fór fram hin árlega ljósaganga, þar sem börnin mæta með vasaljós og ganga fylktu liði frá leikskólanum að Akurskóla, þar sem sungið er fyrir nemendur grunnskólans. Aldrei hafa fleiri foreldrar tekið þátt í ljósagöngunni.

ljosaganga1

Ljósin voru slökkt í Akurskóla á meðan börnin á leikskólanum Holti sungu vel valin lög og lýstu skólann upp með vasaljósum

ljosaganga3

Á leikskólanum Holti fór fram hin árlega Ljósaganga

Tjarnarsel dagur leikskola

Það var náttfatapartý á Tjarnarseli

Tjarnarseldagur leikskola1

Það var mikið fjör á Tjarnarseli en þar mættu nemendur frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja og kynntu sér starfsemina

hjallatun dagur leikskola

Á leikskólanum Hjallatúni var boðið upp á vísindasmiðju í tilefni dagsins