Snarpur skjálfti í hádeginu
Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð norðaustur af Reykjanestá klukkan 12:25 í dag en hrina hófst við á svæðinu upp úr klukkan sex í gærkvöld.
Ein tilkynning hefur borist Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hafi fundist og var það í Njarðvík. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en allir eru þeir um eða undir 2 að stærð, segir í tilkynningu á vef Beðurstofu.