Nýjast á Local Suðurnes

Snarpur skjálfti í hádeginu

Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð norðaust­ur af Reykja­nestá klukk­an 12:25 í dag en hrina hófst við á svæðinu upp úr klukk­an sex í gær­kvöld.

Ein til­kynn­ing hef­ur borist Veður­stofu Íslands um að skjálft­inn hafi fund­ist og var það í Njarðvík. Þó nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­farið en all­ir eru þeir um eða und­ir 2 að stærð, segir í tilkynningu á vef Beðurstofu.