Nýjast á Local Suðurnes

Harður árekstur á Flugvallarbraut – Einn fluttur á sjúkrahús

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Harður árekstur varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina þegar ökumaður bifreiðar virti ekki stöðvunarskyldu við Flugvallarbraut með þeim afleiðingum að hann ók í veg fyrir aðra bifreið. Ökumaður hinnar síðarnefndu fékk skurð á ennið og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að Báðar bifreiðirnar hafi verið óökufærar eftir áreksturinn og voru fjarlægðar með dráttarbifreið.