Nýjast á Local Suðurnes

Eldsneytisvinnsla í Helguvík skapi allt að 100 störf

Fyrsta verkefni nýs þróunarfélags, Iðunnar H2, er eldsneytisvinnsla í Helguvík þar sem framleitt verður samsett þotueldsneyti. Fyrirtækið er komið með fýsileikakönnun, að sögn framkvæmdastjóra, og þar að leiðandi vilyrði um raforku.

Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins, en þar segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Auður Nanna meðal annars:

„Við miðum við að geta framleitt um 10% af eldsneytisnotkun í Leifsstöð árið 2028.“

þá segir að áætlað sé að starfsemi félagsins í Helguvík geti skapað um það bil hundrað störf.