Nýjast á Local Suðurnes

Tveir fluttir á bráðadeild eftir árekstur – Reykjanesbraut opin fyrir umferð

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tveir einstaklingar voru fluttir á bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar eftir umferðarslys á Reykjanesbraut, við álverið í Straumsvík, um klukkan átta í morgun. Þetta kemur fram á vef Vísis.

Reykjanesbraut var lokuð í báðar áttir í um tvær klukkustundir, en hefur nú verið opnuð aftur í báðar áttir, segir á vef Vegagerðarinnar.