Nýjast á Local Suðurnes

Flogið til ríflega 80 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli í sumar

Næsta sumar býðst farþegum hér á landi í fyrsta sinn að fljúga beint til borganna Cork, Dresden, Katowice, Miami, Nurnberg, Philadelphíu, Pittsburg, Tampa og Trieste, auk þess sem hægt verður á ný að fljúga beint til Prag. Mikil aukning verður í flugi frá Keflavíkurflugvelli, en flogið verður til 57 evrópskra áfangastaða og 27 í Norður-Ameríku í vor, sumar og haust. Frá þessu er greint í frétt Túrista.is.

Alls munu 24 flugfélög halda uppi áætlunarflugi frá Íslandi, þar af munu þrjú flugfélög halda uppi áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli til Tornto og Montreal. Þá hafa íslensku flugfélögin, Icelandair og WOW-air aukið framboð og fjölgað ferðum. Þá munu fleiri flugfélög sinna leiguflugi á vegum íslenskra og erlendra ferðaskrifstofa.