Nýjast á Local Suðurnes

Hvassviðri eða stormur næstu daga

Veðurstofa Íslands spáir áframhaldandi hvassviðri eða stormi víða um land næstu daga. Í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings kemur fram að líklega muni ekki lægja að ráði fyrr en í lok vikunnar.

Veðurstofan spáir þannig vaxandi austanátt í kvöld um sunnanvert landið, eða 18-25 metrum á sekúndu. Suðaustanlands er spáð rigningu. Hiti verður 3 – 7 stig næstu daga.

Norðantil á landinu er hins vegar spáð þurru veðri og nokkuð minni vindi – 10 til 18 metrum á sekúndu. Í kvöld á svo að draga úr vindi sunnantil og létta til víða á vestan- og norðanlands. Á morgun gengur hins vegar í suðaustan og sunnan hvassvirði eða storm.