Nýjast á Local Suðurnes

Kæstar kræsingar og mikið stuð á þorrablóti Lionsklúbbs Njarðvíkur

Fjölmennt var á hinu árlega þorrablóti Lionsklúbbs Njarðvíkur sem fram fór síðustu helgi, en alls mættu um 110 manns á blótið sem þóttist takast einstaklega vel.

Njarðvíkingurinn Örvar Þór Kristjánsson sá um veislustjórn og var Sigurður H. Ólafsson ræðumaður kvöldsins. Á dagskrá var meðal annars happdrætti og uppboð á treyju knattspyrnumannsins Arnórs Ingva Traustasonar sem hann lék í með Rapid Wien. Kæstar kræsingar voru bornar fram af Magga í Réttinum sem þóttu bragðast vel og þá hélt trúbadorinn Kaleb Joshua uppi stuðinu fram á nóttu..

þorrabl lions2

 

þorrabl lions1