Nýjast á Local Suðurnes

Spá stormi á sunnudag – Allt að 40 m/s hviður á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Það mun ganga í suðaustan storm, jafnvel rok 18-28 m/s um hádegisbil á sunnudag, fyrst suðvestantil á landinu. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið. Einnig segir veðurstofa að það megi búast við hvössum vindhviðum við fjöll 30-38 m/s. og eru vegfarendur því beðnir að fylgjast vel með veðri og færð.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að færð á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi geti orðið slæm vegna vinda og mikilla rigninga. Þá hefur Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sent frá sér tilkynningu vegna þessa þar sem fólk er minnt á að rok er verra veður um stormur og er fólk hvatt til að fylgjast vel með fréttum af veðri.

Tilkynningu Almannavarna má sjá hér fyrir neðan: