Nýjast á Local Suðurnes

Búist við mikilli eftirspurn yfir páskana – Farþegar hvattir til að bóka bílastæði fyrir brottför

Isavia gerir ráð fyrir því að bílastæði við Keflavíkurflugvöll muni fyllast um páskana líkt og gerðist á sama tíma fyrir ári síðan. Vinsælt er meðal Íslendinga að leggja land undir fót í páskafríinu og hvetur Isavia þá farþega til að bóka bílastæði við flugvöllinn fyrir brottför til að forðast það að fá ekki bílastæði við komu.

Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að nýtt bókunarkerfi fyrir bílastæði á vefsíðu Keflavíkurflugvallar tryggi farþegum stæði um páskana auk þess sem hægt sé að fá bílastæðin á betri kjörum en þegar greitt er við hlið. Bókunarkerfinu var hleypt af stokkunum í febrúar og er liður í því að koma í veg fyrir að stæðin fyllist á álagstímum á flugvellinum. Lægsta sólarhringsverð yfir páskana er nú 990 krónur og því fyrr sem bókað er, því lægra verð fæst. Verð á sólarhring fyrir þá sem ekki bóka stæði og greiða við hlið er 1.750 krónur.