Nýjast á Local Suðurnes

Fólk í Grindavík varð vart við jarðskjálfta – Þrír skjálftar mældust

Þrír skjálftar mældust á mælum Veðurstofu Íslands í nágrenni Grindavíkur í gærkvöldi. Sá fyrsti mældist kl 18:35, og var hann 1,3 stig. Upptök skjálftans var 3,3km NNV af Grindavík, mældist hann á 0,8km dýpi. Næsti skjálfti reið yfir kl 18:43 og var hann 3km NV af Grindavík á 1,8km dýpi.

Síðasti skjálfti var svo kl 22:48 og var hann 0,2 að stærð mjög grunnt, fram kemur á vefnum Grindavík.net að fólk í Grindavík hafi orðið vart við skjálfta. Ekki er óalgengt að jarðskjálftar mælist á þessum slóðum en undanfarna daga hafa litlir skjálftar mælst við Kistufell.