Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist aðeins 1,7% í júlí

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 1,7%, í júlí, en skráð atvinnuleysi á landinu var 2,0%. Ekki hafa jafn fáir verið án atvinnu á Suðurnesjum frá því fyrir hrun.

Að meðaltali voru 221 atvinnulausir á Suðurnesjum í júlí og fækkaði atvinnulausum um 158 að meðaltali frá sama mánuði á síðasta ári. Alls voru 163 án atvinnu í Reykjanesbæ og 21 í Grindavík.