Nýjast á Local Suðurnes

Opnir fundir um ferðamál á Suðurnesjum

Markaðsstofa Reykjaness, Reykjanes Unesco Glopal Geopark og sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman og munu bjóða upp á opna fundi um ferðamál á Suðurnesjum.

Á fundunum verður staða ferðaþjónustunnar á Reykjanesi rædd og farið yfir þau verkefni sem eru framundan í þessari vaxandi atvinnugrein. Starfsemi Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark verður kynnt, sem og verkefni og stefnur sveitarfélaganna í ferðamálum. Að loknum stuttum kynningum verður opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður.

Fyrsti fundurinn verður haldinn í Vogum þann 19. febrúar næstkomandi klukkan 20, tveir fundir verða svo haldnir þann 20. febrúar, í Grindavík klukkan 17 og í Reykjanesbæ klukkan 20 og að lokum verður haldinn fundur í Suðurnesjabæ þann 21. febrúar klukkan 17:15.