Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík og Grindavík töpuðu í kvöld

ÍR-ingar lönduðu öruggum 19 stiga sigri, 92-73, gegn Njarðvíkingum í Dominos-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Breiðholti í kvöld. Þá lagði Tindastóll Grindavík að velli, 80-87, í Mustad-höllinni í kvöld.

Njarðvíkingar áttu ekki sinn besta dag, nema ef vera skildi í upphafi leiks, en undir lok fyrsta leikhluta tóku ÍR-ingar að sigla framúr og héldu frum­kvæðinu út leikinn. Staðan í hálfleik var 46-33 fyrir heimamenn og sú staða versnaði eftir því sem leið á þriðja leikhluta. Njarðvíkingar sýndu þó nokkra baráttu í lokaleikhlutanum þegar þeir reyndu að snúa leiknum, en lítið gekk upp hjá liðinu.

Jeremy Atkin­son skoraði 21 stig fyrir Njarðvíkinga, Logi Gunn­ars­son 16 og Jón Arn­ór Sverris­son, sem átti fína spretti í fyrri hálfleik skoraði 14 stig.

Leikur Grindavíkur og Tindastóls var jafn og spennandi, Grindvíkingar höfðu átta stiga forystu í leikléi, 49-41. Stólarnir söxuðu jafnt og þétt á forskot Grindvíkinga og undir lok þriðja leikhluta höfðu þeir náð þriggja stiga forystu, 64-67. Fjórði leikhluti var svo stórskemtilegur, þar sem bæði lið léku hraðan bolta. Tindastólsmenn hittu þó betur undir lokin og tryggðu sér sigur og þriðja sæti deildarinnar.

Lewis Clinsh Jr. skoraði 27 stig fyrir Grindavík og Þorsteinn Finnbogason skoraði 18.