Nýjast á Local Suðurnes

Mammút á lokatónleikum Látum okkur streyma

Hljómahöll og Rokksafn Íslands hafa boðið landsmönnum upp á ýmsa tónlistartengda viðburði í gegnum streymi á netinu undanfarnar vikur en fernum tónleikum hefur verið streymt á netinu auk þess sem þeir hafa verið sýndir í sjónvarpi og útvarpi.

Tónleikarnir eru enn aðgengilegir á Facebook-síðu Hljómahallar og í Sarpinum á ruv.is.

Ákveðið var að halda áfram með tónleikaröðina Látum okkur streyma og nú er komið að lokatónleikum hvar Mammút stígur á svið.

Tónleikadagskrá í beinni útsendingu á Facebook-síðu HljómahallarRÚV2Rás 2 og ruv.is