Framkvæmdir hafnar við 20 milljarða verkefni

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20 þúsund fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Framkvæmdir við bygginguna eru að hefjast og stefnt er að því að hún verði tekin í notkun árið 2024. Áætlaður heildarkostnaður er um 21 milljarður króna en upphaflega var kostnaður áætlaður um 7,3 milljarðar.
Mynd: Facebook / Bjarni Benediktsson