Spá stormi – Getur skapað slæmar aðstæður á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi

Spáð er suðaustanstormi eða roki um tíma upp úr kl. 5 í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að gera megi ráð fyrir 35 m/s í hviðum, samfara rigningu, á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi – Við slíkar aðstæður getur skapast hætta á vegum.