Nýjast á Local Suðurnes

Vegagerðin varar við aðstæðum á Reykjanesbraut

Vega­gerðin var­ar við hvassviðri á Reykja­nes­braut­inni í kring­um há­degi í dag. Í frétta­til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni seg­ir að mjög hvasst, allt að 24-26 m/​s verði á Reykja­nes­braut frá kl. 11 til kl.14. Varað er við því að átt­in sé suðlæg og liggi því þvert á veg­inn.

Þá varar Veður­stofa Íslands við stormi, meðal­vindi yfir 20 metr­um á sek­úndu, um allt land í dag, veðrinu mun fylgja tals­verð rign­ing með asa­hláku um landið sunn­anvert og er fólk hvatt til að hreinsa frá niður­föll­um til að forðast vatns­tjón.