Vegagerðin varar við aðstæðum á Reykjanesbraut

Vegagerðin varar við hvassviðri á Reykjanesbrautinni í kringum hádegi í dag. Í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni segir að mjög hvasst, allt að 24-26 m/s verði á Reykjanesbraut frá kl. 11 til kl.14. Varað er við því að áttin sé suðlæg og liggi því þvert á veginn.
Þá varar Veðurstofa Íslands við stormi, meðalvindi yfir 20 metrum á sekúndu, um allt land í dag, veðrinu mun fylgja talsverð rigning með asahláku um landið sunnanvert og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.