Nýjast á Local Suðurnes

Vonskuveður með suðurströndinni á morgun

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands spá vonskuveðri með suðurströndinni síðdegis á morgun, fimmtudag, en þá er varað við stormi við suðurströnd landsins. Storminum síðdegis á morgun fylgir snjókoma en fer síðan yfir í slyddu og jafnvel rigningu við suðurströndina.

Samkvæmt veðurspánni má búast við strekkings austan-og norðaustanátt í dag en mun hægari vindur norðaustanlands. Ofankoma verður víða um landið sunnanvert.

Á föstudag er spáð mun hægari vindi sunnanlands, en eftir helgi er svo útlit fyrir að lengst af verði þurrt í veðri en að hitastigið verði í kringum 0 til -4 gráður.