sudurnes.net
Vonskuveður með suðurströndinni á morgun - Local Sudurnes
Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands spá vonskuveðri með suðurströndinni síðdegis á morgun, fimmtudag, en þá er varað við stormi við suðurströnd landsins. Storminum síðdegis á morgun fylgir snjókoma en fer síðan yfir í slyddu og jafnvel rigningu við suðurströndina. Samkvæmt veðurspánni má búast við strekkings austan-og norðaustanátt í dag en mun hægari vindur norðaustanlands. Ofankoma verður víða um landið sunnanvert. Á föstudag er spáð mun hægari vindi sunnanlands, en eftir helgi er svo útlit fyrir að lengst af verði þurrt í veðri en að hitastigið verði í kringum 0 til -4 gráður. Meira frá SuðurnesjumHvassviðri eða stormur næstu dagaSpá stormi víða um landÁ þriðja hundrað skjálftar – Sá stærsti í nótt var 5 að stærðBúist við stormi og talsverðri rigningu á morgunFínt sumarveður næstu dagaSpá stormi á sunnudag – Allt að 40 m/s hviður á Reykjanesbraut og GrindavíkurvegiBúist við stormi syðst á landinu í nóttTalsvert magn af úrkomu á Reykjanesi í dagMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnGul viðvörun Veðurstofu – Hvassviðri eða stormur í kvöld og nótt