Sérsveitin kölluð út í Reykjanesbæ

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna líkamsárásar í heimahúsi í Reykjanesbæ á fimmta tímanum í dag. Frá þessu er greint á Vísi.is.
Að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum átti líkamsárásin sér stað á milli fjölskyldumeðlima en árásaraðilinn var handtekinn og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur á sjúkrahús.
Varðstjórinn segir fórnarlamb árásarinnar ekki lífshættulega slasað.