Nýjast á Local Suðurnes

Skiluðu inn undirskriftalista með ósk um lengri opnunartíma sundlaugar

Þeir Pétur Þór Vilhjálmsson og Kristmar Óli Sigurðsson fóru á fund Fannars Jónassonar bæjarstjóra Grindavíkur í vikunni til að koma á framfæri óskum sínum um lengri opnunartíma í sundlauginni.

Meðferðis höfðu þeir undirskriftalista þar sem þeir höfðu safnað 168 undirskriftum máli sínu til stuðnings. Tók bæjarstjóri við undirskriftalistanum og hefur komið málinu áleiðis, segir á vef sveitarfélagsins.